Fréttir / 7. ágúst 2002

Dregið í 8. flokki Happdrættis SÍBS


Hinn 7. ágúst s.l. var dregið í 8. flokki Happdrættis SÍBS. Alls voru dregnar út rúmar 40 milljónir króna. Hæsti vinningur, kr. 5 milljónir kom á miða nr. 62145, sem er í Aðalumboðinu Suðurgötu 10, Reykjavík.

Sjá má vinningaskrána í heild  hérna 

Þetta er jafnframt síðasti útdráttur sem fram fer í Suðurgötunni, því um næstu helgi flytur SÍBS alla starfsemi sína í Síðumúla 6, 108 Reykjavík.

SÍBS hefur verið til húsa í Suðurgötunni allt frá árinu 1973, en áður voru skrifstofur SÍBS vestur á Bræðraborgarstíg en Aðalumboð happdrættisins í Austurstræti.

Samhliða þessum flutningum eykst samvinna við Happdrætti DAS, þar sem Aðalumboð þeirra í Tjarnargötu 10 mun annast endurnýjun fyrir þá viðskiptavini Happdrættis SÍBS sem kjósa að vera áfram í miðbænum, en við munum á móti verða með umboð fyrir DAS inni í Síðumúla 6.

Rétt er að geta þess að mjög margir umboðsmenn hafa bæði þessi happdrætti á sinni könnu og margir hverjir eru einnig með Happdrætti Háskóla Íslands.

Við bjóðum viskiptavini okkar velkomna inn í Síðumúla 6, þar sem eru næg bílastæði og rúmt um starfsemina.

Nýtt á vefnum