Fréttir / 5. september 2002

Dregið í 9. flokki Happdrættis SÍBS


Í kvöld var dregið í 9. flokki Happdrættis SÍBS, í fyrsta sinni í nýjum húsakynnum happdrættisins að Síðumúla 6.

Smelltu hér til að sjá vinningaskrána

Dreginn var út glæsilegur Subaru Legacy bíll að verðmæti 2,7 milljónir króna. Vinnningsmiðinn er númer 22990.

Það var Akureyringur sem hafði heppnina með sér að þessu sinni og getur því mætt komandi vetri með bros á vör, á vel búnum fjórhjóladrifnum Legacy.

Hæsti vinningur, kr. 3 milljónir króna og kom á númer 24847, en sá miði er í Aðalumboðinu í Síðumúla 6.

Fimm hundruð þúsund króna vinningur kom á númer 74995, sem einnig er í Aðalumboðinu. Á myndinni sést þegar Kristín Þóra Sverrisdóttir, fulltrúi Happdrættis SÍBS afhendir vinningshafa maímánaðar nýjan Subaru Legacy.

Nýtt á vefnum