Fréttir / 5. nóvember 2002

Happahúsið reyndist happadrjúgt


Þann 5. nóvember s.l. var dregið í 11. flokki Happdrættis SÍBS. Að vanda voru milljónir í boði fyrir heppna miðaeigendur.

Hæsti vinningur, kr. 5 milljónir - 5.000.000 kom á miða númer 12588 sem var seldur í Happahúsinu í Kringlunni, en þar er hægt að kaupa miða í Happdrætti SÍBS allan ársins hring, auk þess sem ýmsir happamiðar aðrir fást þar.

Vinningaskráin sést í heild sinni hérna en einnig er hægt að sjá hér til hliðar hvort númerið þitt hefur hlotið vinning.

 

Miðar með endatölu 92 hljóta 15.000 króna vöruúttekt frá 66°Norður.

Aukavinningar. kr. 100.000 komu á miða númer 12587 og 12589.

Þá komu vinningar að upphæð kr. 100.000 á eftirtalin númer:

11273, 29118, 53971, 59848 og 64252.

Nýtt á vefnum