Fréttir / 5. desember 2002

Margur fékk glaðning fyrir jólin


Fimmtudaginn 5. desember s.l. var dregið í 12. flokki Happdrættis SÍBS. Hæsti vinningur kr. 5.000.000 kom á miða nr. 3959 sem var seldur í Bókabúðinni Grímu í Garðabæ. Aukavinningar kr. 100.000 komu á miða nr. 3958 og 3960. 500 þúsund króna vinningur kom á miða nr. 24812.

Vinningaskráin í heild er hérna, en einnig má leita eftir númerum hér til hliðar.

Endatölur voru 42 og 82, vöruúttekt fyrir kr. 15.000 frá 66°Norður.

Vinningar í desember eru alltaf ríflegir og að þessu sinni nemur upphæð þeirra samtals kr. 68.200.000. Það eru því margir sem fá smáaukagetu til þess að létta jólainnkaupin og það kemur sér vafalaust vel fyrir marga.

Útborgun vinninga hefst mánudaginn 16. desember n.k.

Nýtt á vefnum