Fréttir / 8. janúar 2003

Nýtt happdrættisár hjá SÍBS


Nú er að hefjast nýtt happdrættisár hjá SÍBS. Að vanda er margt glæsilegra vinninga í boði, en vinningar eru alls 37.621 að verðmæti kr. 536.805.000.

Í júní verður dregið út glæsilegt fullbúið sumarhús frá Kjörsmiðjunni ehf., Súðarvogi 6 í Reykjavík, að verðmæti rúmlega 5 milljónir króna. Húsið afhendist á byggingarstað í Reykjavík en SÍBS mun aðstoða vinningshafann við flutninga á áfangastað.

Þá verða veglegir bókavinningar frá Eddu-útgáfu dregnir út með endatölum í hverjum mánuði. Þetta eru Íslensk orðabók eða Ritsafn Snorra Sturlusonar sem hægt verður að velja á milli. Verðmæti hvers vinnings er tæpar tuttugu þúsund krónur

Í janúar verða 10 milljón króna vinningar dregnir út í stað þess að hafa einn stóran vinning, en með því móti verða þeir fleiri sem fá áramótaglaðning frá okkur.

Nýtt á vefnum