Fréttir / 24. janúar 2003

Samtök lungnasjúklinga með nýja heimasíðu


Opnuð hefur verið ný heimasíða hjá Samtökum lungnasjúklinga. Veffangið er: www.lungu.is Þar er að finna helstu upplýsingar um samtökin og starfsemi þeirra.

Starfsmaður SL, Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur unnið að gerð þessarar heimasíðu og notið við það góðrar aðstoðar Ásgeirs Þórs Árnasonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka hjartasjúklinga.

Hægt er að fara inn á vefinn beint héðan með því að smella á veffangið hér að ofan eða á félagsmerkið. Einnig er bein tenging frá heimasíðu SÍBS

Nýtt á vefnum