Fréttir / 5. febrúar 2003

Smíði er hafin á sumarbústaðnum


Dregið var í 2. flokki Happdrættis SÍBS 5. febrúar s.l.

Hæsti vinningur, kr. 4 milljónir kom á miða nr. 15490 og aukavinningar kr. 100.000 á miða nr. 15489 og 15491.

Eitt hundrað þúsund króna vinningar komu á miða nr. 19613 - 36729 - 47355 - 52985 og 69259. Bókavinningur að verðmæti kr. 19980 á endatöluna 15.

Vinningaskráin í heild sést með því að smella hér

Þá er þess að geta að smíði er hafin á sumarbústað þeim sem verður sumarvinningur í Happdrætti SÍBS. Hér má sjá þegar gaflinn var reistur á grunnplötunni. Smíðinni miðar vel áfram í Súðarvoginum og á næstunni verður birt veffang Kjörsmiðjunnar, þar sem framleiðsla hennar verður kynnt.

Nýtt á vefnum