Fréttir / 25. september 2003

Fræðslufundur SLS um súrefnismeðferð


Fimmtudagskvöldið 25. sept. s.l. var haldinn fyrsti fræðslufundur SLS í vetur. Dóra Lúðvíksdóttir lungnalæknir fjallaði þar um súrefni og súrefnismeðferð. Að vanda var vel mætt og einkum fjölmenntu þeir félagsmenn sem þurfa að nota súrefni daglega.

Við upphaf fundar ávarpaði formaður SLS, Ingi Dóri Einarsson, fundinn og sagði frá því að Lyfja, sem auk þess að veita félagsmönnum samtakanna ríflegan afslátt af lyfseðilsskyldum lyfjum, hefði ákveðið að styðja starf samtakanna með myndarlegri peningagjöf, sem nemur launum starfsmanns, sem er í hlutastarfi í næstu fjóra mánuði.

Þorbergur Egilsson, markaðsstjóri Lyfju afhenti síðan formannninum peningana og var gerður góður rómur að þessum góða stuðningi Lyfju við starf samtakanna.

Nýtt á vefnum