Fréttir / 20. apríl 2005

Jazzsveifla hjá Happdrætti SÍBS


Kristrún tekur við lyklunum
Nú hafa 11 Honda Jazz bifreiðir af  22 verið dregnir út í Happdrætti SÍBS. Þær hafa dreifst um landið, hafa farið til Vestfjarða, á Suðurland, í Mosfellsbæ og vítt um höfuðborgarsvæðið.

Hér sést Carl Skúlason afhenda Kristrúnu Pétursdóttur, lykil að nýjum Honda Jazz. Pétur Bjarnason frá Happdrætti SÍBS og Torfi Bergsson eiginmaður Kristrúnar fylgjast með.

Að sögn Gunnars Gunnarssonar hjá Honda umboðinu er helsta vandamálið að fá nógu marga sjálfskipta Jazz bíla til að anna eftirspurn sem er nú meiri en framboð. Þá er jepplingurinn Honda CRV  sá vinsælasti á landinu í dag.

 

Nýtt á vefnum