Fréttir / 15. október 2005

Hrjóta ekki allir?


Vífilsstaðadeild SÍBS hefur látið vinna fyrir sig fræðslumynd um kæfisvefn.

Myndin verður frumsýnd í Sjónvarpinu þriðjud. 18. október kl.21:25  og endursýnd sunnud. 23. október kl. 11:55.

Umsjón með gerð myndarinnar, hefur Páll Kristinn Pálsson rithöfundur og blaðamaður, en kvikmyndafélagið Ax ehf. annast kvikmyndagerðina.

  

Þessir aðilar hafa gert tvær svipaðar myndir á síðastliðnum árum:

Fyrir MS-félagið myndina: Líf með MS, um MS sjúkdóminn og fyrir Samtök lungnasjúklinga myndina: Langvinn lungnateppa: Tímasprengja í heilbrigðiskerfinu.

 

Í þessari nýju fræðslumynd útskýra læknar og hjúkrunarfræðingar hvað kæfisvefn er og hvernig hægt er að meðhöndla ástandið. Nokkrir íslenskir einstaklingar segja frá reynslu sinni af því að vera með kæfisvefn og hvernig þeir hafa tekist á við hann.

Þá er greint frá viðamikilli langtímarannsókn á kæfisvefni sem nýlega hófst undir stjórn prófessors Þórarins Gíslasonar yfirlæknis á lungnadeild LSH í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og sérfræðinga á þessu sviði í Bandaríkjunum.

---   ---   ---

Kæfisvefn er algengt sjúkdómsástand sem einkennist af öndunarhléum og súrefnisskorti í kjölfar þeirra á meðan fólk sefur. Það verður til þess að fólk er þreytt og syfjað á daginn, iðulega án þess að gera sér grein fyrir hvað veldur.

 

Líklegt er að um 20.000 Íslendingar séu með kæfisvefn.Yfir 5000 Íslendingar hafa nú greinst með kæfisvefn, en vitað er að fjöldi fólks þjáist af kæfisvefni án þess að vita það.

Ert þú einn þeirra sem ert með kæfisvefn og veist ekki af því.?

Hrýtur þú og ert alltaf þreyttur og dottar jafnvel undir stíri?

Hrjóta ekki allir???????????

Við hvetjum alla til að sjá myndina og fræðast um kæfisvefn.

 

SÍBS deildin Vífilstöðum

Frímann Sigurnýasson.

 

Nýtt á vefnum