Fréttir / 31. mars 2006

Hjartaheill mælir þrýsting á Alþingi


Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir hóf leikinn
S.l. fimmtudag mættu starfsmenn Hjartaheilla ásamt her af fagfólki frá LSH niður í Kringlu í gamla Alþingishúsinu til þess að mæla blóðþrýsting, blóðfitu og fleira sem til forvarna getur talist.

Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir mætti fyrst þingmanna og síðan hver af öðrum ásamt starfsmönnum þingsins.

Hjartaheill hefur staðið fyrir mælingum af þessu tagi mörg undanfarin ár víðs vegar um land og er óhætt að fullyrða

að margir hafa fengið þannig ábendingar sem þeir hafa nýtt sér til frekari skoðunar og komist þannig hjá alvarlegum áföllum.

SÍBS ásamt aðildarfélögunum hefur lagt áherslu á forvarnir ekki síður en endurhæfingu og starfsemi af þessu tagi því mjög í anda samtakanna.

Hjartaheill eru færðar þakkir fyrir framtakið um leið og þingfólkinu er óskað góðrar heilsu og farsældar.

Nýtt á vefnum