Fréttir / 13. febrúar 2007

Þrjátíu ára farsæll ferill að baki


 

Björn Ástmundsson og Guðmunda Arnórsdóttir eiginkona hans
Hinn 1. febrúar s.l. efndi framkvæmdastjórn Reykjalundar til kaffisamsætis á staðnum til heiðurs Birni Ástmundssyni forstjóra en hann lætur senn af störfum eftir þrjátíu ára starf sem forstjóri og samfellt 33 ára starf við stofnunina.

Fjölmenni mætti á staðinn til að heiðra Björn og voru fluttar margar ræður og góðar. 

Hér á eftir eru nokkrar myndir sem teknar voru við þetta tækifæri

 

Veitingar voru rausnarlegar svo sem venja er á staðnum og þar á meðal var þessi girnilega kaka

 

Nánustu samverkamenn Björns, - framkvæmdastjórn Reykjalundar, F.v.: Jón M. Benediktsson, Lára M. Sigurðardóttir, Hjördís Jónsdóttir og Björn

 

 

Fulltrúar stjórnar SÍBS og framkvæmdastjóri heiðruðu Björn og færðu honum málverk, Bikarinn,  eftir Braga Ásgeirsson um leið og honum voru þökkuð farsæl störf í þágu sambandsins og Reykjalundar. Hér ávarpar formaðurinn Björn

 

 

Sigrún Ólafsdóttir, einkaritari Björns sagði í ávarpi til hans að hún hefði sest á hnén á honum fyrir fimmtán árum og setið þar síðan. Hins bæri svo að geta að búið væri að skipta um báða hnjáliði hans á tímabilinu. Hér mátar hún sig í síðasta sinn, en Guðmunda fylgist með

 

Karl Loftsson og Björn hafa átt mikil samskipti á liðnum árum, jafnt á fjármálasviðinu sem golfvellinum

 

Björn hlýðir hér á ávarp en í baksýn sér yfir hluta salarins á Reykjalundi. Vinstra megin á myndinni er Ágústa dóttir Björns og Guðmundu

 

Nýtt á vefnum