Fréttir / 10. október 2017

SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili

Menntamálastofnun hefur samþykkt umsókn SÍBS um að hljóta viðurkenningu sem framhaldsfræðsluaðili í samræmi við lög 27/2010 um Framhaldsfræðslu. Í slíkri viðurkenningu felst staðfesting á að starfsemi fræðsluaðilans uppfylli almenn skilyrði lagana.

SÍBS bætist þar með í fjölbreyttan hóp framhaldsfræðsluaðila á Íslandi og getur tekið enn virkari þátt í þróun á námi fyrir fullorðina með áherslu á forvarnir og lýðheilsu.  SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsu og lífsstíl þar á meðal Reykjalundarnámskeið SÍBS sem eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi.  

 SÍBS hefur jafnframt haldið utan um verkefnið "Stuðningsnet sjúklingafélaganna" og í tengslum við það boðið upp á námskeið fyrir stuðningsfulltrúa.  Í undirbúningi er námsskrár fyrir lífsstílsþjálfun og námskeið fyrir lífsstílsþjálfara, byggða á fyrirmynd frá Smitsjúkdóma- og forvarnarstofnun Bandaríkjanna í samstarfi við Heilsuborg, SidekickHealth og Ferðafélag Íslands með stuðningi frá Lýðheilsusjóði.  

Nýtt á vefnum