Fréttir / 5. september 2017

Dregið í 9. flokki Happdrættis SÍBS

Dregið var í 9. flokki Happdrættis SÍBS í dag. Hæsti vinningur kr. 5.000.000  kom á miða nr. 44407 en aukavinningar kr. 100.000 komu á miða nr. 44406 og 44408. Þá voru dregnir út tíu 500.000 króna vinningar sem komu á miða nr. 20080, 25080, 34835, 36492, 54081, 55617, 56784, 61778, 62334 og 74332. Hátt í tvö þúsund smærri vinningar voru einnig dregnir út og má sjá heildarvinningaskrána hér.

Með þátttöku í Happdrætti SÍBS styður þú við bakið á Reykjalundi þar sem yfir fimmtíu þúsund Íslendingar hafa hlotið endurhæfingu eftir veikindi eða slys.

Nú eru að fara í gang Reykjalundarnámskeið SÍBS um hugræna atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða, HAM við þrálátum verkjum og HAM byggð á núvitund. Námskeiðin eru ætluð fyrir almenning og er skráning og frekari upplýsingar hér.

Nýtt á vefnum