Fréttir / 22. ágúst 2017

Haustáskorun SÍBS og Vesens og vergangs hefst 30. ágúst

Haustáskorun SÍBS og Vesens og vergangs hefst miðvikudaginn 30. ágúst í SÍBS Verslun Síðumúla 6. Markmiðið er að fá sem flesta til að koma í göngur og bjóða sérstaklega velkomna þá sem hafa lítið gengið eða eru að snúa til baka eftir langt hlé.

Göngurnar eru stuttar til að byrja með og lengjast svo smátt og smátt og endar með dagsferð. Fólk er hvatt til að endurtaka göngu vikunnar tvisvar sinnum áður en kemur að næstu göngu. Göngurnar eru á miðvikudagskvöldum hefjast kl. 18:35 og standa í 1,5-2,5 klst. 

Þátttakendur fá 25% afslátt af 1000mile göngusokkunum í SÍBS Verslun miðvikudaginn 30. ágúst. 

Fyrsta gangan er á dagskrá 30. ágúst og svo verða þær vikulega fram í miðjan október (frí 6. og 27. september) og enda með dagsferð um Sandfellsheiði úr Kjós og um Fossdal og yfir mynni Brynjudals í Hvalfirði 14. eða 15. október.

Það kostar ekki að vera með og allir eru velkomnir. Eini kostnaðurinn er rútugjald í lokagönguna um Sandfellsheiði. Tilvalið fyrir vini, ættingja, vinnufélaga eða pör að koma saman -  en þeir sem koma einir kynnast fleirum.

Göngurnar: 

30. ágúst: Laugardalur í Reykjavík, gangan hefst í SÍBS Verslun, Síðumúla 6 kl. 18:30. 

13. september: Nágrenni Rauðavatns

20. september: Hvaleyrarvatn og nágrenni 

4. október: Hringur í kringum Helgafell í Hafnarfirði

11. októbert: Mosfell

14. eða 15. október:Sandfellsheiði úr Kjós og yfir í mynni Brynjudals í Hvalfirði

Nýtt á vefnum