Fréttir / 6. júní 2017

SÍBS Líf og heilsa - mælingar á Vestfjörðum

Okkar bestu þakkir til Vestfirðinga fyrir samstarfið og stuðninginn í tengslum við "SÍBS Líf og heilsa" á Vestfjörðum. Samtals þáðu 842 Vestfirðingar 18 ára og eldri heilsufarsmælingu í þeim 12 bæjum og þorpum sem við heimsóttum eða ríflega 15% íbúa. Þess má geta að ríflega 58% íbúa á Drangsnesi mætti í mælingu sem er metþátttaka.

Það að við þurftum að fresta mælingum á norðurfjörðum 10.-11. maí virtist ekki hafa haft teljandi áhrif á aðsóknina nema síður sé. Það sem skiptir okkur mestu máli var að við náðum til fjölda einstaklinga sem voru ómeðvitaðir um háþrýsting eða of há gildi blóðfitu eða blóðsykurs, einstaklinga sem fengu í kjölfarið ráðgjöf frá hjúkrunarfræðingum heilsugæslunnar.

Meðfylgjandi er skýrsla um niðurstöður mælinga á Vestfjörðum. Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS og höfundur skýrslunnar svara spurningum vegna hennar. 

Nýtt á vefnum