Fréttir / 10. apríl 2017

Göngum inn í sumarið

Taktu þátt í 100 km áskoruninni! Hún felst í því að þátttakendur stefna að því að ganga 100 km á 28 dögum frá síðasta vetrardegi 19. apríl og inn í sumarið til 17. maí 2017. Það er nóg að ganga 3,6 km á dag til að standast áskorunina. Sumir vilja ganga á jafnsléttu á meðan aðrir vilja ganga á fjöll. Þetta er ekki keppni á milli fólks eða liða, þetta er áskorun fyrir sjálfan þig og tækifæri fyrir aðra til að hvetja þig áfram. 

 Hægt er að blanda saman mismunandi tegundum hreyfingar. 

100 km göngur samsvara:

  • 100 km hlaupum
  • 25 km sundi
  • 400 km hjólreiðum

Þátttakendur eru hvattir til að vera virkir á vegg viðburðarins og láta vita um afrakstur dagsins, hvort sem það var í skipulegri hópgöngu, með vinum eða á eigin vegum. Þá má gjarnan segja frá líðan á meðan á göngunni stóð og eftir gönguna auk vegalengdar og annars sem þér finnst skemmtilegt að deila.  

Bæði verða þetta styttri kvöldgöngur á virkum dögum í og við höfuðborgarsvæðið og lengri helgargöngur á Suður- og Vesturlandi.

Markmið áskorunarinnar er að fólk geri göngur að daglegri venju, eflist að líkamlegum og andlegum styrk og kynnist skemmtilegu fólki á sama tíma. 

Vertu með!

Nýtt á vefnum