Fréttir / 23. febrúar 2017

SÍBS blaðið komið út

SÍBS blaðið er komið út en yfirskrift þess er "Hvar eru forvarnirnar?".  Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS, Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor, Björn Geir Leifsson læknir, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá Landlækni ofl. fjalla um forvarnir frá ólíkum sjónarhornum. 

Í leiðara Guðmundar Löve kemur fram að því seinna sem gripið er inn í sjúkdómsferli því dýrari verður íhlutunin. Hvert mannár sem glatast vegna ótímabærs dauða, örorku eða skerðingar af völdum lífsstílstengdra sjúkdóma kostar samfélagið um sjö milljónir króna. Heilsufarsskaði Íslendinga nemur 420 milljörðum á ári sé miðað við verga landsframleiðslu á mann og „glötuð góð æviár“ eins og þau eru mæld af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.  Heilsufarsskaðinn samsvarar því 19% af vergri landsframleiðslu Íslendinga. Fyrir hvert prósentustig sem tækist að minnka heilsufarsskaðann um áynnust þannig 4,2 milljarðar króna. Það blasir þó við að meðan útgjöld til beinna forvarna eru aðeins um 1% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála er einhvers staðar pottur brotinn.

Nýtt á vefnum