Fréttir / 20. september 2016

Erfðafræðilegar orsakir hjartagalla

Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna stendur fyrir fræðsluerindi um "Erfðafræði hjartagalla" miðvikudaginn 21. september kl. 20 í SÍBS húsinu Síðumúla 6, 2. hæð (lyfta). Þar mun Hilma Hólm hjartalæknir hjá Íslenskri erfðagreiningu og Landspítalanum fjalla um rannsóknir á erfðum hjartagalla.  

Umræðuefni kvöldsins er:

 

  • Hvað er vitað um erfðafræðilegar orsakir hjartagalla?
  • Hvernig erfast líkur á hjartagöllum?
  • Framþróun í rannsóknum á erfðafræði hjartagalla.
  • Aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar að rannsóknum á erfðafræði hjartagalla.

Allir velkomnir og heitt á könnunni! 

Nýtt á vefnum