Fréttir / 20. september 2016

Alþjóðlegi hjartadagurinn er 29. september

Alþjóðlegi hjartadagurinn (World heart day) er sunnudaginn 29. september. Að því tilefni verður Hjartadagshlaupið sunnudaginn 25. september kl. 10 frá Kópavogsvelli. Hægt er að skrá sig á hlaup.is eða á staðnum, þátttaka er ókeypis. Hjartadagsgangan er fimmtudaginn 29. september kl. 17:30 en gengið er frá gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal.

Markmið hjartadagsins, sem yfir 100 þjóðir taka þátt í um allan heim, er að auka vitund og þekkingu almennings á ógnum hjarta- og æðasjúkdóma og leggja áherslu á heilbrigða lífshætti.  Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn.

Þema hjartadagsins í ár er hjartvænt umhverfi. Heilbrigður lífsstíll er mikilvægasta forvörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Á síðustu áratugum hefur margt breyst til batnaðar í samfélagi okkar og umhverfi, okkur hefur verið gert auðveldara að lifa heilsusamlegu lífi. Hjólastígar, göngustígar, almenn útivistarsvæði, takmarkanir á reykingum og ýmislegt fleira hafa skilað sér til þjóðarinnar í bættri heilsu. Nánari upplýsingar um Alþjóðlega Hjartadaginn má finna á heimasíðu Hjartaheilla.  

Nýtt á vefnum