Fréttir / 31. ágúst 2016

Sambandsþing SÍBS verður haldið 5. nóvember

Sambandsþingi SÍBS 2016 sem fyrirhugað var 29. október hefur verið frestað um viku vegna alþingiskosninga og verður því haldið laugardaginn 5. nóvember 2016 kl. 10 –17 að Reykjalundi í Mosfellsbæ. Sambandsþing eru haldin annað hvert ár samkvæmt lögum SÍBS

Á þinginu verða m.a. lagðar fram skýrslur aðildarfélaga, ársreikningar auk þess sem aðildarfélögin tilnefna fulltrúa sína í stjórn og kosinn verður formaður og varaformaður stjórnar auk tveggja varamanna.  

Samtals eru yfir 5.000 félagar í aðildarfélögum SÍBS og þingfulltrúar þeirra eru 87.  

Nýtt á vefnum