Fréttir / 14. júlí 2016

Pokémon Gym í SÍBS húsinu

Hópar Pokémon spilara hafa keppst við að veiða skrýmslin síðustu daga og þar gegnir SÍBS lykilhlutverki sem Pokémon Gym eða hreyfisetur? 

Í trailer um Pokémon æðið frá The Guardian er því haldið fram að leikurinn geti aukið hamingju þeirra sem taka þátt, enda felur þátttaka í sér hreyfingu, ævintýri, keppni og góðan félagsskap.

Að þessu tilefni býður SÍBS verslun Pokémon spilurum 15% afslátt af Laken vatnsflöskum og 1000 Mile göngu- og hlaupasokkum út vikuna. 

 

Kannski er þetta vísbending um það sem koma skal í afþreyingu og félagslífi? 

Nýtt á vefnum