Fréttir / 22. maí 2016

Fjölskyldugöngur SÍBS og Ferðafélags barnanna

SÍBS í samstarfi við Ferðafélag barnanna bjóða upp á gönguferðir á sunnudögum í júní fyrir alla fjölskylduna. 

Fararstjórar frá Ferðafélagi barnanna leiða för og líkt og í öllum ferðum Ferðafélags barnanna er gengið á forsendum barnanna, farið rólega og notið þess að vera úti í náttúrunni. Gott er að vera í göngu-  eða  íþróttafatnaði, göngu- eða íþróttaskóm og klæða sig eftir veðri og taka með sér nesti í bakpoka.  Boðið verður upp á glaðning í síðustu göngunni.  Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu SÍBS og .

Dagskráin er sem hér segir:

05. júní kl. 11 – 12.30   Nauthóll – gengið um í Öskjuhlíðinni

12. júní kl. 11 - 12:30   Bílastæði við Rauðhóla - ratleikur í reit FÍ um Heiðmörk 

19. júní kl. 11 – 12.30  Árbæjarlaug – gengið um í Elliðaárdal

26. júní kl. 11 – 12.30  Grótta – gengið um í fjörunni við Gróttu

Nýtt á vefnum