Fréttir / 11. janúar 2016

Reykjalundarnámskeið SÍBS vorönn 2016

Reykjalundarnámskeið SÍBS á vorönn 2016 hefjast 18. janúar. Námskeiðin eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í meðferð á Reykjalundi. 

 

Eftirfarandi námskeið fara af stað í janúar:

  • Streita og jafnvægi í daglegu lífi: Markmiðið er að fræða þátttakendur um streitu almennt og hvernig hún hefur áhrif á daglegt líf. Hefst mánudaginn 18. janúar.

  • Viltu kynnast HAM? Á námskeiðinu er farið yfir helstu kenningar og verkfæri í hugrænni atferlismeðferð (HAM). Hefst þriðjudaginn 19. janúar.

  • Að takast á við króníska verki, fræðsla: Markmiðið er að fræða almennt um stoðkerfisverki og eigin áhrifamátt til bættrar heilsu og aukinna lífsgæða. Hefst miðvikudaginn 20. janúar.

  • Hollara mataræði: Á námskeiðinu er farið yfir leiðbeiningar um hollt mataræði og tengsl við heilbrigði. Hefst fimmtudaginn 21. janúar.

Námskeiðin eru kennd af okkar færustu sérfræðingum á hverju sviði og þú getur treyst faglegu innihaldi þeirra.

Nýtt á vefnum