Fréttir / 13. nóvember 2015

Reykjalundur 70 ára – afmælistónleikar

Í tilefni 70 ára afmælis Reykjalundar gangast Hollvinasamtök Reykjalundar fyrir veglegum afmælistónleikum í Grafarvogskirkju þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20.
Fjöldi landsþekktra listamanna kemur fram: Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson, Hilmar Örn Agnarsson og kórar, Vala Guðna og Þór Breiðfjörð, Karlakór Reykjavíkur, Þórunn Lárusardóttir, Páll Óskar og Monika, Gunnar Þórðarson, Bubbi Morthens, Egill Ólafsson, Diddú. Um tónlistarflutning sjá Jónas Þórir, Kjartan Valdimarsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Allir listamennirnir gefa vinnu sína.
Miðar fást á eftirtöldum stöðum: N1 Mosfellsbæ, N1 Grafarvogi, N1 Ártúnsbrekku (báðar stöðvar). Einnig er hægt að tryggja sér miða á midi.is og með því að hringja í síma 585 2000 hjá Reykjalundi. Miðaverð kr. 4000.
Kynnir er Þorsteinn Guðmundsson leikari og grínisti.
Aðeins þessir einu tónleikar, fyrstir koma fyrstir fá!
Nýtt á vefnum