Fréttir / 12. október 2015

Bætt lífsgæði með húmor!

Norbert Ægir Muller hjúkrunarfræðingur og heilsuráðgjafi hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði heldur fyrirlestur um hvernig bæta má heilsuna og auka lífsgæði með hjálp kímnigáfu. Fjallað er um ýmsar gerðir af húmor, mismuandi sjónarhorn og nokkur dæmi um húmor í daglegu lífi. Húmor getur minnkað streitu og bætt samband milli einstaklinga og hæfileikinn til að brosa eða hlæja minnkar líka kvíða og gerir auðveldara að umgangast okkur sjálf og aðra á opinn og jákvæðan hátt.

Fyrirlesturinn verður haldinn í SÍBS-húsinu Síðumúla 6 2.h. (lyfta) mánudaginn 19. október kl. 17:00. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Félagsráð SÍBS.

Nýtt á vefnum