Fréttir / 17. september 2015

Reykjalundarnámskeið SÍBS að hefjast

Reykjalundarnámskeið SÍBS um heilbrigði og lífsstíl eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í meðferð á Reykjalundi. Námskeiðin eru kennd af sérfræðingum Reykjalundar á hverju sviði og faglegt innihald þeirra er það sama og hefur hjálpað tugþúsundum Íslendinga að byggja sig upp eftir áföll. Þau eru einstaklega gagnleg þeim sem vilja lifa heilbrigðara lífi og breyta lífsstíl sínum til hins betra; hvað varðar næringu, hreyfingu, núvitund, hugarfar, tímastjórnun og margt fleira. Fyrstu námskeiðin hefjast í næstu viku og skráning á þau er þegar hafin:
 

Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Meðferðin á Reykjalundi byggist á hugmyndafræði endurhæfingar þar sem teymisvinna sérhæfðs fagfólks er lögð til grundvallar. Markmiðið er að sjúklingar nái aftur eins góðri andlegri, félagslegri og líkamlegri færni og mögulegt er. Lögð er áhersla á að sníða meðferðina að þörfum sjúklinga og fer hún fram bæði í hópum og einstaklingsbundið. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstofnun landsins. Árlega njóta þar á fjórða þúsund sjúklingar meðferðar, ýmist á sólarhringsdeild, dagdeild eða göngudeild. Happdrætti SÍBS er hornsteinn framkvæmda á Reykjalundi og undirstaða þess að hægt er að sinna fölmörgum öryrkjum og veita þeim atvinnu við hæfi.
 

Öll námskeið!

Námskeið á haustönn:

Stafgöngunámskeið á Reykjalundi (28.09 - 22.10)

Að takast á við hamlandi stoðkerfisverki (29.09 - 15.10)

Hugarfar og heilsuefling (05.10 - 21.10)

HAM við þunglyndi og kvíða (05.10 - 28.10)

Núvitund - HAM eftirfylgd (08.10 - 26.11)

Skipulag, tímastjórnun og minni (13.10 - 17.11)

Streita og jafnvægi í daglegu lífi (20.10 - 03.11)

Að nærast með núvitund (22.10 - 19.11)

Að lifa með lungnasjúkdóm (26.10 - 09.11)

Hollt mataræði og heilbrigði (28.10 - 11.11)

HAM við hamlandi stoðkerfisverkjum (02.11 - 18.11)

Nýtt á vefnum