Fréttir / 4. maí 2015

Úthlutun rannsóknastyrkja úr Sjóði Odds Ólafssonar

Þann 30. apríl var úthlutað styrkjum úr Sjóði Odds Ólafssonar til rannsókna á sviði fötlunar og öndunarfærasjúkdóma. Sjóðurinn er nefndur eftir Oddi Ólafssyni frumkvöðli í baráttumálum sjúklinga og öryrkja, fyrsta yfirlæknis Reykjaludnar, fyrsta formanns Öryrkjabandalags Íslands og fyrsta stjórnarformanns Brynju hússjóðs ÖBÍ. Að þessu sinni hlutu fimm vísindamenn og hópar styrki úr sjóðnum:
 
Monique van Oosten lýðheilsufræðingur hlaut styrk vegna verkefnisins „Hvernig hefur öndun áhrif á einkenni og stjórnun astmasjúkdómsins?“ Björg Þórðardóttir iðjuþjálfi vegna verkefnisins „Heimilisaðstæður fatlaðra og tengsl breytinga á þeim við aukna þátttöku innan heimilis sem utan.“ Gunnar Guðmundsson læknir vegna verkefnisins „Millivefslungnabreytingar í þýði Hjartaverndar.“ Heyrnar- og talmeinastöð Íslands vegna verkefnisins „Staða og áhrif sjón- og heyrnarskerðingar fólks á öldrunarstofnunum á Íslandi – greining á færnimati samkvæmt RAI-gagnagrunni.“ Solveig Sigurðardóttir læknir hlaut styrk vegna verkefnisins „Tíðni og útbreiðsla heilalömunar (CP) meðal 5 ára barna á Íslandi.“

 

Nýtt á vefnum