Fréttir / 14. apríl 2015

Námskeið um hugarfar og heilsueflingu

SÍBS og Reykjalundur bjóða upp á sex kvölda námskeið um hugarfar og heilsueflingu. Námskeiðið hefst 28. apríl og stendur til 19. maí. Þar verður farið í ýmis bjargráð til dæmis við þunglyndi, kvíða og svefnvanda. Einnig er fjallað um mataræði, streitu, áhrif hreyfingar á andlega líðan, jafnvægi í daglegu lífi, minni og einbeitingu, félagsfærni, ákveðniþjálfun, tengsl og að lokum mikilvægi þess að lifa í „núinu“. 
 
Reykjalundarnámskeið SÍBS um heilbrigði og lífsstíl eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í meðferð á Reykjalundi. Þau eru kennd af okkar færustu sérfræðingum á hverju sviði og þú getur treyst faglegu innihaldi þeirra. Námskeiðið er hugsað fyrst og fremst fyrir þá sem vilja huga að bættri andlegri og líkamlegri heilsu.
 
Að vera til getur verið flókið verkefni í nútímasamfélagi og margir þættir sem þarf að huga að til að viðhalda góðri heilsu. Sumir þurfa að breyta um lífsstíl og þá geta verið ýmsar hindranir í veginum sem gott er að kunna ráð við, á meðan aðrir þurfa frekar aðstoð við að viðhalda góðum lífsstíl.
 
 
Nýtt á vefnum