Fréttir / 4. desember 2014

Hollvinasamtök Reykjalundar boða til aðalfundar

Á því rúmi ári sem nú er liðið frá stofnun Hollvinasamtaka Reykjalundar hafa 345 manns skráð sig í samtökin. Þau hafa tekið við góðum gjöfum frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Opin kerfi tóku á rausnarlegan hátt þátt í að fjármagna ýmsan tölvubúnað á Reykjalundi, svo sem fartölvur, borðtölvur og sértölvur fyrir fundarherbergi. Verðmæti búnaðarins er ríflega 28 milljónir króna. Hollvinasamtökin hafa einnig gefið Reykjalundi NOX Medical svefnrannsóknatæki að verðmæti kr. 2.000.000. 

Fyrsti aðalfundur Hollvinasamtakanna verður haldinn á Reykjalundi þann 31. janúar næstkomandi. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta. Í stjórn samtakanna sitja: Haukur F. Leósson, formaður, Sigrún Hjálmtýsdóttir, varaformaður Stefán Sigurðsson, gjaldkeri, Ásbjörn Einarsson, ritari og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, meðstjórnandi. Í varastjórn eru Bjarni I. Árnason og Jón Á. Ágústsson. 

Hægt er að skrá sig í Hollvinasamtökin með því að smella á meðfylgjandi hlekk:
http://reykjalundur.is/um-reykjalund/hollvinasamtok/

Nýtt á vefnum