Fréttir / 30. október 2014

Rabbkvöld um fæðuofnæmi og -óþol

Mánudaginn 3. nóvember kl. 20 – 22, munu Astma- og ofnæmisfélag Íslands og Selíak- og glútenóþolssamtök Íslands halda rabbkvöld í húsakynnum sínum í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6, 2. hæð. Tilgangurinn með rabbkvöldum er að hittast og ræða um fæðuofnæmi og -óþol og þá þætti sem hafa þarf í huga í daglegu lífi og starfi.

Á þessu fyrsta rabbkvöldi vetrarins mun Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og formaður AO opna fundinn og ræða tilgang fundanna. Einnig mun hún kynna bókina “Kræsingar” sem hún þýddi fyrir tilstuðlan félagsins. Kræsingar verða á tilboðsverði á rabbkvöldinu.

Kvöldið er opið fyrir alla áhugasama. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Nýtt á vefnum