Fréttir / 6. október 2014

SÍBS-blaðið: Höfum við misst jafnvægið?

Út er komið SÍBS-blaðið, 3. tbl. 2014. Í blaðinu er rætt um mikilvægi þess að setja fram heildræna stefnu í lýðheilsumálum. Lífsstílssjúkdómar eru í dag stærsta ógnin við heilsufar Íslendinga en mjög litlum hluta heildarkostnaðar er varið til forvarna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni glötuðust árið 2010 á Íslandi 68 þúsund „góð æviár“ vegna ótímabærs dauða eða örorku – og ýmislegt bendir til að ástandið sé að versna. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er gríðarlega hár. Meðal efnis í blaðinu:

— Forvarnarstefna fyrir þjóðarhag
— Úr hverjum deyjum við?
— Hvað veldur sjúkdómsbyrði þjóðarinnar?
— Vörn er besta sóknin
— Samræmd forvarnastefna
— Hreyfiseðill – hagkvæm lausn
— „Þurfum langtímamarkmið óháð ríkisstjórnum“ – viðtal við Teit Guðmundsson lækni

Nýtt á vefnum