Fréttir / 13. september 2013

Kræsingar – uppskriftir án ofnæmisvalda

Bókin "Kræsingar – án ofnæmisvalda" geymir yfir eitt hundrað alhliða uppskriftir, bragðgóð brauð og kökur og eftirrétti sem bráðna á tungu, holla millibita, stórkostlega veislurétti og allt þar á milli. Hverri uppskrift fylgja þrjú afbrigði sem eiga við helstu ofnæmisvaldana; egg, mjólkurvörur, hnetur og glúten. Þetta er ekki bók um sérfæði heldur alhliða uppskriftir að girnilegum mat sem allir geta eldað og notið, líka þeir sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir einstökum matartegundum.

Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur og næringarráðgjafi á Landspítalanum þýddi bókina að tilstuðlan Astma- og ofnæmisfélags Íslands. Kræsingar fást í SÍBS-húsinu Síðumúla 6 og kostar þar 3.990 kr, en einnig fæst hún hjá Pennanum, Iðunni og Eymundsson.

Nýtt á vefnum