Hugarfar og heilsuefling

 

Er yfirskrift á nýjasta SÍBS blaðinu, önnur blöð fjalla um hreyfingu, næringu og lýðheilsu

Skoða nánar

SÍBS blaðið Aðilar SÍBS

Múlalundur er stærsta og elsta öryrkjavinnustofa landsins þar sem öryrkjar njóta endurhæfingar ásamt því að framleiða og selja mest allra af bréfabindum og lausblaðabókum.

Starfsemin hófst árið 1959. Fyrirtækið er í eigu SÍBS og er rekið af því.

Í Múlalundi hefur fólk með skerta starfsorku átt þess kost að vinna létt störf við hagnýtan iðnað þar sem vinnutími getur verið sveigjanlegur. Nú vinna um 40 manns hjá fyrirtækinu en Múlalundur flutti upp að Reykjalundi árið 2010 og hófst vinna þar mánudaginn 3. maí. Múlalundur hefur sérhæft sig í framleiðslu á plast- og pappavörum fyrir skrifstofur ásamt fylgihlutum skrifstofunnar.

Heimilisfang Múlalundar er;
Reykjalundur, 270 Mosfellsbær
Sími: 562-8500
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefsíða: www.mulalundur.is

Samtök lungnasjúklinga voru stofnuð þann 20.maí 1997 af lungnasjúklingum og öðrum áhugamönnum um velferð lungnasjúklinga og forvarnir. Markmið frá stofnun samtakanna hefur verið að vinna að velferðar og hagsmunamálum lungnasjúklinga. Lungnasjúklingar hittast reglulega á mánudögum kl 16-18 í Síðumúla 6 fá sér kaffi og spjalla saman.

Fræðslufundir eru haldnir reglulega á vegum samtakana um lungnasjúkdóma og málefni tengdum þeim og hafa þeir verið vel sóttir af félögum. Samtökin gefa út tvö fréttabréf á ári tengd lungnasjúkdómum og lungnapésa sem er bæklingur um lungnasjúkdóma og hvernig hægt er að lifa með þeim.

Heimilisfang samtakanna er;
Síðumúli 6
108, Reykjavík
Sími: 560-4812
Vefsíða: www.lungu.is

Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita.

Meðferðin á Reykjalundi byggist á hugmyndafræði endurhæfingar þar sem teymisvinna sérhæfðs fagfólks er lögð til grundvallar. Markmiðið er að sjúklingar nái aftur eins góðri andlegri, félagslegri og líkamlegri færni og mögulegt er. Lögð er áhersla á að sníða meðferðina að þörfum sjúklinga og fer hún fram bæði í hópum og einstaklingsbundið.

Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstofnun landsins. Árlega njóta þar á fjórða þúsund sjúklingar meðferðar, ýmist á sólarhringsdeild, dagdeild eða göngudeild.

Heimilisfang Reykjalundar er;
Reykjalundur, 270 Mosfellbær
Sími: 585-2000
Vefsíða: www.reykjalundur.is

Vífill er félag einstaklinga sem eru með kæfisvefn eða aðrar svefnháðar öndunartruflanir. Talið er að ca. 20.000 manns séu með kæfisvefn á Íslandi. Í dag er búið að greina yfir 5000 einstaklinga og eru nú u.þ.b. 2000 einstaklingar sem sofa daglega með grímu og loftdælu til hjálpar á öndun í svefni. Vífill er að reyna að ná til þessa stóra sjúklingahóps sem er með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir. Það er félaginu kappsmál að skapa félagsmönnum sínum vettvang til að hittast, skiptast á skoðunum, fræðast og fjalla sameiginlega um þennan sjúkdóm og skyld efni. Auk þessa sinnir félagið fræðslu út fyrir félagið. Með þessu er félagið að reyna að bæta lífsgæði félagsmanna sinna og annarra landsmanna sem eins er ástatt um.

Heimilisfang félagsins er;
Síðumúli 6
108, Reykjavík
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Bloggsíða félagsins: vifill.blog.is

Astma – og ofnæmisfélagið var stofnað 1974 til að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem eru með astma og ofnæmi. Félagið leggur áherslu á á fræðslu og þjónustu við félagsmenn sína. Félagið heldur fræðslufundi, gefur út fréttablöð og bæklinga. Félagið talar máli sjúklinga með astma og ofnæmi við yfirvöld heilbrigðismála, kennslumála og aðra áhrifahópa í þjóðfélaginu.

Félagið er deild í Samtökum íslenskra berkla – og brjóstholsskjúklinga (SÍBS) og aðili að norrænum samtökum sjúklinga með astma og ofnæmi.

Heimilisfang samtakanna er;
Síðumúli 6
108, Reykjavik
Starfsmaður samtakanna sinnir erindum þar einn dag í viku, á mánudögum frá kl 9-15.
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefsíða: www.ao.is

Hjartaheill eru landssamtök hjartasjúklinga og voru samtökin stofnuð 8.október árið 1983. Stofnfélagar voru 230, flestir hjartasjúklingar, vandameinn þeirra og velunnarar þeirra, en einnig voru þar læknar og hjúkrunarfólk. Árið 2004 var nafni samtakanna breytt í Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga.

Starfsemi Hjartaheilla og markmið samtakanna snýst meðal annars um að sameina félagsmenn til baráttu fyrir hagsmunamálum hjartasjúklinga og gæta réttar þeirra á öllum sviðum, að vinna að úrbótum á sviði heilbrigðistþjónustu og bættri félagslegri aðstöðu hjartasjúklinga.

Heimilisfang samtakanna er;
Síðumúli 6, 108 Reykjavik
Sími: 552-5744
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefsíða: www.hjartaheill.is