Hugarfar og heilsuefling

 

Er yfirskrift á nýjasta SÍBS blaðinu, önnur blöð fjalla um hreyfingu, næringu og lýðheilsu

Skoða nánar

SÍBS blaðið Síður

sibs_husid
SÍBS is a privately owned association working for the benefit of handicapped and sick people in Iceland. The association was originally founded in the year 1938 with the aim to fight tuberculosis and assist the patients suffering from the disease. As the severe health problem of tuberculosis has long ago been overcome in Iceland the association has turned its might against the most urgent present health problems at every time.

The association built, owns and runs „ REYKJALUNDUR “, the biggest and most advanced rehabilitation hospital in Iceland. Patients who have undergone heart surgery or have been subject to accidents of any kind, stroke, diseases in the central nerve system, and paralysis of various causes etc. can be rehabilitated there.

SÍBS also owns and runs „ MÚLALUNDUR “, the biggest rehabilitation workplace, which objective is to enable people who have suffered from various causes, and are therefore unable to participate in the common work market to become again active and productive members of our modern society.

SÍBS also runs in cooperation with the Icelandic Red Cross „ HLÍÐABÆR “, a home for Alzheimer patients and also „ MÚLABÆR “, a facility providing accommodation and recreational activity during working hours for lonely, elderly people.

Furthermore SÍBS has founded two therapeutic training centres supervised by medical doctors for chest patients, i.e. patients suffering from the diseases of heart or the lungs. It also provides grants for medical research and many other things.

SÍBS has only one source of income, which is The SÍBS Lottery, which was founded in the year of 1949. All the profit from the lottery is used to finance all the undertaking described here above.

The main office of the association is at Síðumúli 6, 108 Reykjavik, Tel. +354 552 2150, fax +354 562 9150.
Þátttakendur á þingi SÍBS 2008
Afmælisþing SÍBS og málþingið: "Hvers virði erum við?" var haldið á Reykjalundi dagna 24. og 25. október 2008.

Málþingið sækja um hundrað manns og álíka fjöldi sat sambandsþingið, en þau eru haldin á tveggja ára fresti og eru eins konar aðalfundur SÍBS. Þar eru til umfjöllunar málefni sambandsins, kosið er í stjórnir og nefndir og fleira því tengt. Þingfulltrúum er síðan boðið til veglegs hátíðakvöldverðar.

Farið var yfir ýmis mál SÍBS og tengdra félaga.

Hér að neðan eru gögn af fundinum á PDFpdf_icon formi þegar smellt er á viðkomandi línu.

Þingmál 2008
Dagskrá þingsins
Dagskrá málþingsins
Efnisyfirlit SÍBS blaðsins í tímaröð
Efnisyfirlit SÍBS blaðsins eftir efnisflokkum
Efnisyfirlit SÍBS blaðsins eftir greinarheiti
Efnisyfirlit SÍBS blaðsins eftir höfundum
Félagsráð SÍBS 2008-2010
Fundargerð 36. sambandsþings SÍBS
Laganefnd SÍBS 2008-2010
Nöfn kjörinna þingfulltrúa á þingið
Reikningsyfirlit SÍBS og stofnana þess samandregið
Skoðunarmenn reikninga SÍBS 2008-2010
Skýrsla - Astma- og ofnæmisfélagið
Skýrsla - Berklavörn
Skýrsla - Félagsmálanefnd
Skýrsla - Happdrætti SÍBS
Skýrsla - HL stöðin, Akureyri
Skýrsla - HL stöðin, Reykjavík
Skýrsla - Hlein
Skýrsla - Múlabær
Skýrsla - Múlalundur
Skýrsla og greinargerð laganefndar SÍBS
Skýrsla - Rekstrarsjóður iðnaðarhúsnæðis á Reykjalundi
Skýrsla - Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð
Skýrsla - Samtök lungnasjúklinga
Skýrsla - SÍBS
Skýrsla - SÍBS, Reykjalundardeild
Skýrsla - Umsýslunefnd fasteigna
Skýrsla - Vífill
Skýrsla - Stjórn SÍBS 2008-2010
Skýrsla - Tillögur frá laganefnd að lagabreytingum
Skýrsla - Tillögur uppstillingarnefndar í stjórn og nefndir
Uppstillingarnefnd SÍBS 2008-2010
Vífilstaðir
Fara á heimasíðu Vífils

Stofnun félagsins.

Formlegur  stofnfundur Vífils, sem landsfélags einstaklinga með svefnháðar öndunartruflanir/ kæfisvefn, var  haldinn á Hótel Loftleiðum 18. maí 1994.  Félagið hefur verið aðildarfélag/deild í SÍBS frá stofnun þess 1994.  Á þessum tíma fóru rannsóknir á kæfisvefni fram á Vífilsstöðum.  Þáverandi starfsmenn Vífilsstaða ásamt þessum sjúklingahópi og aðilum frá SÍBS undirbjuggu stofnun þessa nýja sjúklingafélags.  Ákveðið var að endurvekja Vífilsstaðadeild SÍBS fyrir þetta nýja félag og halda þessu gamla nafni.  Árið 2006 var nafninu svo breytt í: Vífill  Félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Markmið Vífils er:

  • Að vera í forsvari gagnvart stjórnvöldum og almenningi fyrir sjúklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.
  • Að bæta aðstöðu sjúklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir og vinna að fyrirgreiðslu um útvegun lækningatækja fyrir félagsmenn.
  • Að miðla upplýsingum um kæfisvefn til sjúklinga, aðstandenda, heilbrigðisstétta, stjórnvalda og almennings.
  • Að stuðla að fræðslu- og rannsóknar-starfsemi á öndunartruflunum í svefni, eðli þeirra og meðferðarmöguleikum.
  • Að hafa samband við innlend og erlend félagasamtök, sem starfa á svipuðum grundvelli og að hliðstæðum markmiðum.

Nokkur orð um Vífil

Vífill er félag einstaklinga sem eru með kæfisvefn eða aðrar  svefnháðar öndunartruflanir. Talið er að ca. 20.000 manns séu með  kæfisvefn á Íslandi.  Í dag er búið að greina yfir 5000 einstaklinga og eru nú u.þ.b. 2000 einstaklingar sem sofa daglega með grímu og loftdælu til hjálpar á öndun í svefni.  Vífill er að reyna að ná til þessa  stóra sjúklingahóps sem er með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.  Það er félaginu kappsmál að skapa félagsmönnum sínum vettvang til að hittast, skiptast á skoðunum, fræðast og fjalla sameiginlega um þennan sjúkdóm og skyld efni.  Auk þessa sinnir félagið fræðslu út fyrir félagið.  Með þessu er félagið að reyna að bæta lífsgæði félagsmanna sinna og annarra landsmanna sem eins er ástatt um.

Vífill hefur unnið mikið að hagsmunamálum félagsmanna sinna. Á félagsfundum fáum við fyrirlesara til að fræða okkur um mál sem tengjast sjúkdómi okkar,  svefnháðum öndunartruflunum / kæfisvefni,  og annað áhugavert.

Fræðsla

Svefninn, fréttabréf félagsins, kemur út minnst tvisvar á ári.  Félagið gaf út fræðslupésa um kæfisvefn: “Hvað er kæfisvefn?” sem allir fengu  sem fóru í greiningu á kæfisvefni. Lungnadeild LSH gefur nú út ítarlegri bækling um kæfisvefn með sama nafni.

Vífill er hagsmunafélag þessa sjúklingahóps og vinnur að því að kynna sjúkdóminn.  Vífill lét framleiða myndina:  “Hrjóta ekki allir ?   Fræðslumynd um kæfisvefn á Íslandi”.  Myndin hefur verið sýnd í RÚV og  Þórarinn Gíslason lungnalæknir hefur kynnt hana á ráðstefnum í Evrópu og í USA.  Einnig var myndin notuð sem kynningarefni lungnadeildar LSH um kæfisvefn á Rannísdögum haustið 2006.  Myndin á að vera aðgengileg  á bókasöfnum, skólum og víðar, til kynningar á kæfisvefni, og þeirri greiningu og meðferð sjúkdómsins sem í boði er í dag.  Myndin og annað fræðsluefni leiðir vonandi til þess að þeir sem eru með kæfisvefn, en hafa ekki verið greindir  ennþá, leiti sér aðstoðar.

Fræðsla hefur alltaf verið eitt af stæstu málefnum félagsins og verður það væntanlega áfram.  Það hefur verið félagi okkar mikill stuðningur að vera í  góðu samstarfi við starfsmenn lungnadeildar LSH, og er það alveg ómetanlegt að okkar áliti.
Samtök lungnasjúklinga
Fara á heimasíðu Samtaka lungnasjúklinga

Um Samtök lungnasjúklinga

Samtök lungnasjúklinga voru stofnuð 20. maí, 1997. Lungnasjúklingar höfðu engan vettvang fyrir málefni sín og vandamál og var því nauðsyn slíkra samtaka mjög brýn.

Samtök lungnasjúklinga eru staðsett í Síðumúla 6, 108 Reykjavík.  Síminn er 552-2150 og netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Markmið

Markmið samtakana er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum lungnasjúklinga og þeim markmiðum hyggjast samtökin ná með því að:
  • Halda uppi öflugri félagsstarfsemi.
  • Stuðla að fræðslu og rannsóknum á lungnasjúkdómum og afleiðingum þeirra.
  • Efla forvarnarstarf.
  • Vinna að ráðgjöf og upplýsingamiðlun varðandi réttindi lungnasjúklinga.

Yfir vetrarmánuðina halda samtökin fræðslufundi þar sem fjallað er um málefni er varða sjúkdóma og almenna velferð lungnasjúklinga. Tilgangurinn er ekki síður að gefa aðstandendum breiðari, betri og vonandi nýja sýn.

Mánudagsgangan

Alla mánudaga hittist góður hópur félaga í Samtökum lungnasjúklinga (SLS), fjölskyldur þeirra og vinir.  Hópurinn kemur saman klukkan fimm í húsnæði samtakanna að Síðumúla 6.  Margt er gert til skemmtunar, farið er í göngutúra, eða setið og rabbað um daginn og veginn og jafnvel gripið í spil. Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast öðrum félögum í samtökunum og læra af reynslu þeirra og glímu við hina ýmsu lungnasjúkdóma.  Húsnæðið er mjög skemmtilegt og bíður upp á marga spennandi möguleika fyrir félaga SLS.  Einnig hafa Landssamtök hjartasjúklinga,  Astma- og ofnæmisfélagið og Happdrætti SÍBS aðsetur í húsinu, en það er í eigu SÍBS.