SÍBS Verslun 

 

Er rekin án hagnaðarsjónarmiða, þar má finna fjölbreytt úrval stoð- og heilsuvara

Skoða nánar

Fréttir

SÍBS Líf og heilsa býður íbúum í Mosfellsbæ og nágrenni í heilsufarsmælingu laugardaginn 26. maí næstkomandi í torginu í Kjarna - Þverholti 2 Mofsfellsbæ kl. 09-15.   SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.  Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í lýðheilsukönnun sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilsu.

lesa meira

SÍBS Líf og heilsa býður íbúum í Vestmannaeyjum í heilsufarsmælingu fimmtudaginn 26. apríl næstkomandi í félagsheimilinu Kviku við Heiðarveg (3. hæð) kl. 12-17.   SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.  Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í lýðheilsukönnun sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilsu.

lesa meira

 
Skoða fleiri fréttir

Fylgstu með á Facebook 

Þar birtast reglulega fréttir úr starfinu og um málefni tengd lýðheilsu

Skoða nánar

Námskeið

SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsu og lífsstíl þar á meðal Reykjalundarnámskeið SÍBS sem eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Námskeiðin okkar eru kennd af færustu sérfræðingum á hverju sviði og þú getur treyst faglegu innihaldi þeirra

Skoða fleiri námskeið

Taktu fyrsta skrefið!

 

 Gönguáskoranir SÍBS eru góð leið til að taka fyrstu skrefin að bættri heilsu 

Skoða nánar

Greinar

Aðildarfélög SÍBS er fimm talsins og hvert og eitt þeirra hefur ákveðið sérsvið.Tilgangur SÍBS er að sameina innan vébanda sinna fólk með berkla, hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma, astma- og ofnæmi og svefnháðar öndunartruflanir og vinna að bættri aðstöðu og þjónustu við þann hóp.  Aðildarfélög SÍBS eru: Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Berklavörn, Hjartaheill, Samtök lungnasjúklinga, Sjálfsvörn Reykjalundi og Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn eða aðrar svefnháðar öndunartruflanir. 

lesa meira

Á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ rekur SÍBS Múlalund vinnustofu SÍBS. Múlalundur er öflugt framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem þjónustar þúsundir viðskiptavina um allt land á sama tíma og það skapar störf fyrir fólk með skerta starfsorku. „Samfélagið þarf fjölbreyttan vinnumarkað, alls konar störf fyrir alls konar fólk, því enginn getur allt en allir geta eitthvað“, segir Sigurður Viktor Úlfarsson framkvæmdastjóri. „Múlalundur stendur og fellur með öflugum stuðningi SÍBS sem hefur stutt dyggilega við bakið á fyrirtækinu í meira en hálfa öld, en Múlalundur verður 60 ára á næsta ári. Við segjum að kaup á vörum og þjónustu frá Múlalundi sé einfaldasta samfélagsverkefnið. Viðskiptavinir panta af vefnum, senda póst eða kíkja við, við sendum vöruna hvert á land sem er, jafnvel daginn eftir, og eftir situr fjárhagslegur og verklegur stuðningur.“

lesa meira

Starfsemi Reykjalundar endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS hófst árið 1945. Framan af einskorðaðist starfsemin við þjónustu við berklasjúklinga en síðan þróaðist starfsemin yfir í það að vera alhliða endurhæfingarmiðstöð fyrir landið allt. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins þar sem árlega koma um 1200 einstaklingar til endurhæfingar hvaðanæva af landinu. Hver einstaklingur er yfirleitt í fjórar til átta vikur í senn við endurhæfingu sem getur verið af margvíslegum ástæðum, svo sem eftir erfið og langvarandi veikindi, alvarleg slys, vegna ofþyngdar eða annarra kvilla svo sem áunninna heilaskaða. Auk þess sækja milli þrjú og fjögur þúsund manns göngudeild Reykjalundar á hverju ári. Á liðnum áratugum hafa þúsundir einstaklinga náð heilsu sinni á ný á Reykjalundi og komist aftur út á vinnumarkaðinn.

lesa meira

 

Fagleg ráðgjöf og fræðsla 

 

Í greinasafni SÍBS blaðsins má finna fræðslu og ráðgjöf varðandi heilsu og lífsstíl auk rannsókna á lýðheilsu 

Skoða nánar

SÍBS blaðið

"Fyrir heilbrigða þjóð í 80 ár" er yfirskrift fyrsta SÍBS blaðsins sem kemur út á þessu afmælisári. Sækja blaðið í PDF. Efnisyfirlit: Að fortíð skal hyggja þá framtíð skal byggja - leiðari Sveins Guðmundssonar formanns SÍBS.  Ávarp forseta Íslands - Guðna Th. Jóhannessonar. Ágrip af sögu SÍBS í áttatíu ár - Pétur Bjarnason.  Erindi SÍBS við þjóðina aldrei brýnna en nú - viðtal við Guðmund Löve framkvæmdastjóra SÍBS. Reykjalundur: Þjóðhagslegur ávinningur! - Birgir Gunnarsson forstjóri Reykjalundar.  Múlalundur: Fjölbreyttari vinnumarkaður - Sigurður Viktor Úlfarsson framkvæmdastjóri Múlalundar. Aðildarfélög SÍBS.   
Blaðið fjallar um bólgur. Sækja blaðið í PDF.  Munu börnin okkar lifa skemur en við? - leiðari Guðmundar Löve framkvæmdastjóra SÍBS Áhrif bólgu á hjarta- og æðasjúkdóma - Axel F. Sigurðsson læknir Bólga, líkamsfita og langvinnir sjúkdómar - Hildur Thorsdóttir læknir  Vöðvabólga er ekki bólga - Gunnar Svanbergsson og Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir, MT-sjúkraþjálfarar  Raunverulegir bólgusjúkdómar oftast langvinnir - viðtal við Ragnar Frey Ingvarsson lyf- og gigtarlækni Svefn og bólgur - Erla Björnsdóttir sálfræðingur  Bólgur vegna meiðsla og álags í íþróttum - Árni Árnason sérfræðingur í íþróttasjúkraþjálfun 
Blaðið fjallar um mataræði. Sækja blaðið í PDF.  Virðisaukaskattur og hollusta  -  leiðari Guðmundar Löve, framkvæmdastjóra SÍBS.  Ráðleggingar um mataræði og Skráargatið - Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjórar hjá Embætti landlæknis. Sykurinn - Guðmundur F. Jóhannsson, læknir. Blóðsykursveiflur eftir máltíð - Bryndís Eva Birgisdóttir, næringarfræðingur.  Einfaldleikinn og gæðin í fersku íslensku hráefni - viðtal við Laufeyju Steingrímdóttur, næringar- og matvælafræðing.  Tískustraumar í mataræði - Anna Ragna Magnúsardóttir, heilsuráðgjafi. Fita er ekki öll þar sem hún er séð - Axel F. Sigurðsson,...
 
Skoða fleiri blöð

Múlalundur

 

SÍBS á og rekur endurhæfingarmiðstöðina Reykjalund og öryrkjavinnustaðinn Múlalund

Skoða nánar

Fræðslumyndbönd

SÍBS og aðildarfélög samtakanna hafa látið vinna fjölda fræðslumyndbanda auk þess að standa fyrir fjölbreyttri fræðslu- og forvarnarstarfi

Í þessari fræðslumynd útskýra læknar og hjúkrunarfræðingar hvað kæfisvefn er og hvernig hægt er að meðhöndla ástandið. Nokkrir íslenskir einstaklingar segja frá reynslu sinni af því að vera með kæfisvefn og hvernig þeir hafa tekist á við hann. Þá er greint frá viðamikilli langtímarannsókn á kæfisvefni sem nýlega hófst undir stjórn prófessor Þórarins Gíslasonar á lungnadeild LHS í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og sérfræðinga á þessu sviði í Bandaríkjunum. Umsjón: Páll Kristinn Pálsson, framleiðandi er Ax ehf. fyrir Vífil, félag einstaklinga með svefnháðar öndunartruflanir/kæfisvefn.
Þrátt fyrir góðan árangur í forvörnum og meðferð eru hjarta- og æðasjúkdómar enn helsta dánarorsök Íslendinga. Þessir sjúkdómar geta verið af ýmsum toga en algengastur er kransæðasjúkdómur. Í nýrri íslenskri fræðslumynd útskýra læknar orsakir og einkenni sjúkdómsins, helstu meðferðarúrræði og sjúklingar segja frá reynslu sinni af því að fá kransæðastíflu. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Vignir Gestsson. Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Hjartaheill.

 
Skoða fleiri myndbönd