27feb.
Voráskorun Rauðavatnssvæðið
27. febrúar 2019, kl. 18:20
Mæting við prentsmiðju Morgunblaðsins í Hádegismóum

Rauðavatnssvæðið

Mæting við prentsmiðju Morgunblaðsins í Hádegismóum og lagt af stað í gönguna kl. 18:30 (athugið breytta tímasetningu miðað við aðrar miðvikudagsgöngur). Gengnir verða ca 6 km um stígana á svæðinu ofan við Rauðavatn.

Uppsöfnuð hækkun á leiðinni er ca 1-200 m. Gengið verður sæmilega rösklega en þó miðað við að ekki myndist mjög langt bil á milli fremsta og aftasta manns og eitthvað verður stoppað á leiðinni. Einar Skúlason leiðir gönguna. Verið búin samkvæmt veðri, takið með höfuðljós og hálkubrodda.

Allir eru velkomnir og enginn kostnaður við þátttöku í þessa göngu.