20feb.
Voráskorun - Öskjuhlíð
20. febrúar 2019, kl. 18:00
Mæting við Háskólann í Reykjavík

Voráskorun Öskjuhlíð

Hist við aðalinngang Háskólans í Reykjavík og lagt af stað í gönguna kl. 18:15. Gengnir verða ca 6 km um stígana í Öskjuhlíð. Markmiðið er að ganga slíka ranghala að gps trakkið sem gæti flokkast sem abstrakt listaverk.

Uppsöfnuð hækkun á leiðinni er ca 100 m. Gengið verður sæmilega rösklega en þó miðað við að ekki myndist mjög langt bil á milli fremsta og aftasta manns og eitthvað verður stoppað á leiðinni. Einar Skúlason leiðir gönguna. Verið búin samkvæmt veðri, takið höfuðljós með og ekki verra að hafa hálkubrodda við höndina ef aðstæður eru þannig.

Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu og allir velkomnir.