13feb.
Voráskorun - Varmá og nágrenni Mosfellsbær
13. febrúar 2019, kl. 18:00
Mæting við félagsheimilið Hlégarð í Mosfellsbæ

Varmá og nágrenni

Mæting á bílastæðinu við félagsheimilið Hlégarð í Mosfellsbæ og genginn 5-6 km hringur þar sem meðal annars verður farið framhjá Álafossi og meðfram Varmá. Lagt verður af stað í gönguna kl. 18:15.

Einhver hækkun er á leiðinni en engar brattar brekkur. Gengið verður sæmilega rösklega en þó miðað við að ekki myndist mjög langt bil á milli fremsta og aftasta manns og eitthvað verður stoppað á leiðinni. Einar Skúlason leiðir gönguna. Verið búin samkvæmt veðri, takið höfuðljós með og ekki verra að hafa hálkubrodda við höndina ef aðstæður eru þannig.

Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu og allir velkomnir.