19jan.
Sigraðu sykurinn - opið hús
19. janúar 2019, kl. 08:00 – kl. 15:00
Heilsuborg, Bíldshöfða 9

SÍBS tekur þátt í átaksverkefninu "Sigraðu sykurinn" í samstarfi við Samtök sykursjúkra, Parkinsonsamtökin, SidekickHealth og Heilsuborg. Verkefnið stendur fyrir opnu húsi laugardaginn 19. janúar.

12:00-15:00 - Samtök sykursjúkra bjóða uppá blóðsykursmælingu.

08:00-15:00 - Kynning á starfsemi Heilsuborgar, frír aðgangur að tækjasal og opnum tímum í líkamsrækt.

Opnir tímar:

10:00 Zumba Hjördís Berglind

11:00 TABATA Elva Björk

12:00 Hádegisþrek Guðni Heiðar

Tækjasalur:

13:00-15:00 Íþróttafræðingar taka á móti þér í tækjasal Heilsuborgar, veita stuðning og svara spurningum.

Fyrirlestrar:

12:00 Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur og einn af stofnendum/eigendum SidekickHealth - Hreyfing, áhrifaríkari en lyf?

13:00 Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og yfirlæknir Heilsuborgar - Heilsan, hamingjan og holdafarið

13:45 Lífstíll Sólveigar - Sólveig Sigurðardóttir ástríðukokkur og leiðbeinandi á Heilsulausnanámskeiðum verður með smakk og góðar uppskriftir.

SidekickHealth - Starfsmenn SidekickHealth munu sýna gestum Sidekick forritið þar sem tekið er á öllum þátttum sem skipta máli þegar kemur að heilbrigðum lífsstíl, þ,e. næringu, hreyfingu og hugrækt. Einnig munu þeir gefa upplýsingar um Lífsstílsnámskeiðin sem fara fram í gegnum Sidekick appið. Settu nafnið þitt í pott á staðnum og þú gætir unnið 16 vikna lífsstílsþjálfun.

Kynning á þjónustu Heilsuborgar - Hjúkrunarfræðingar og Íþróttafræðingar Heilsuborgar munu kynna þjónustu Heilsuborgar og svara spurningum m.a. kynna vinsælasta námskeið Heilsuborgar Heilsulausnir. Í Heilsulausnum færðu persónulegan stuðning fagfólks til þess að ná árangri og halda honum. Á námskeiðinu er unnið með hreyfingu, mataræði og næringu, skipulag daglegs lífs og hugarfar. Næstu námskeið hefjast 21. janúar.