test

19jan.
SÍBS Líf og heilsa í Hraunseli
19. janúar 2019, kl. 11:00 – kl. 16:00
Hraunsel, Flatahraun 3

Þér er boðið í heilsufarsmælingu!

SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða Hafnfirðingum ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við Heilsueflandi Hafnarfjörð og heilsugæsluna. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.

Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs. Skoða má niðurstöðurnar ásamt nafnlausum samanburði á lokuðu vefsvæði með innskráningu gegnum island.is.

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl.

Þetta verkefni Heilsubæjarins Hafnarfjarðar er liður í heilsueflingu Hafnfirðinga og talar í takt við þá heilsustefnu sem sveitarfélagið mótaði 2016. Í heilsustefnunni er eitt aðalmarkmiðið að hlúa að almennri vellíðan íbúa, andlegri og líkamlegri, á öllum aldri og styrkja og efla sjálfsmynd og góða líðan. Heilsustefnan styður við þá sýn Hafnarfjarðarbæjar til framtíðar að auka vellíðan íbúa bæjarins með fyrirbyggjandi aðgerðum.

Heilsustefna Hafnarfjarðarbæjar