21feb.
HAM við þunglyndi og kvíða
21. febrúar 2019 – 11. apríl 2019, kl. 16:30 – kl. 18:30
Síðumúli 6, 2. hæð

Verð: 68.900 kr. og 3.000 kr. afsláttur fyrir félagsmenn aðildarfélaga SÍBS og ÖBÍ

Lýsing: Á námskeiðinu er farið yfir helstu einkenni þunglyndis og kvíða og kynntar leiðir sem hafa reynst gagnlegar í að takast á við þunglyndi og kvíða. Þátttakendur setja sér markmið og rætt verður um: hvernig takast á við vandann, tilfinningalæsi, fimm þátta líkanið, hugsanaskekkjur, breyta neikvæðum hugsunarhætti, atferlistilraunir, kjarnaviðhorf og lífsreglur, sjálfsefling og að lokum bakslagsvarnir og fleiri leiðir. HAM-bók Reykjalundar er innifalin í námskeiðsverðinu.

Hentar þeim sem glíma við þunglyndi eða kvíða.

Leiðbeinandi er Inga Hrefna Jónsdóttir, sálfræðingur á Reykjalundi