test

12júní
Hafrahlíð og Hafravatn - 150 km áskorun
12. júní 2019, kl. 17:50 – kl. 20:15
Bílastæði Húsgagnahallarinnar við Bíldshöfða

Hafravatn og nágrenni er fallegt svæði í landi Mosfellsbæjar og í næsta nágrenni við höfuðborgina. Ofan af Hafrahlíð og Lala sést yfir Mosfellsbæinn og höfuðborgarsvæðið og í austur að Hengilssvæðinu og Bláfjallasvæðinu. Við förum upp á Hafrahlíðina og hringinn í kringum vatnið. Gengið er á fjölbreyttu undirlagi, bæði slóðum, malarvegi, á grónu landi og í fjöruborði vatnsins. Fuglalíf er nokkuð á svæðinu og stundum má einnig sjá fólk svífa með þartilgerða vængi ofan af Hafrahlíðinni.

Komið er saman á bílastæði Húsgagnahallarinnar við Bíldshöfða og sameinast í bíla og lagt af stað þaðan kl. 17:50. Bílum verður svo lagt við Hafravatnsréttina og á eyrinni þar fyrir neðan (sjá kort á viðburði) og lagt verður af stað í sjálfa gönguna kl. 18:15. Vegalengd er ca 6 km og hækkun 125 m.

Gangan er hluti af 150 km áskorun SÍBS og Vesens og vergangs. Áskorunin felst í því að þátttakendur stefna að því að ganga 150 km alls dagana 1. maí til 15. júní (báðir meðtaldir). Það er nóg að ganga 3,3 km á dag til að standast áskorunina. Sumir vilja ganga á jafnsléttu á meðan aðrir vilja ganga á fjöll. Þetta er ekki keppni á milli fólks eða liða, þetta er áskorun fyrir sjálfan þig og tækifæri fyrir aðra til að hvetja þig áfram. Nánari upplýsingar 150 km áskorunarinnar á Facebook.