29maí
Gálgahraun og Garðahverfi - 150 km áskorun
29. maí 2019, kl. 18:15
Bílastæði Garðakirkju

Við komum saman á bílastæði Garðakirkju kl. 18:15 og göngum stóran hring þar sem meðal annars verður farið um fjöruna neðan við Garðahverfi og um Fógetastíg yfir Gálgahraun. Þetta verður því sambland af göngustígum, troðningum/slóðum og fjörugöngu. Fjölbreytt ganga og eflaust eitthvað fjör. Vegalengd er 8-9 km og uppsöfnuð hækkun ca 50 m.

Gangan er hluti af 150 km áskorun SÍBS og Vesens og vergangs. Áskorunin felst í því að þátttakendur stefna að því að ganga 150 km alls dagana 1. maí til 15. júní (báðir meðtaldir). Það er nóg að ganga 3,3 km á dag til að standast áskorunina. Sumir vilja ganga á jafnsléttu á meðan aðrir vilja ganga á fjöll. Þetta er ekki keppni á milli fólks eða liða, þetta er áskorun fyrir sjálfan þig og tækifæri fyrir aðra til að hvetja þig áfram. Nánari upplýsingar um 150 km áskorunina á Facebook.