14okt.
Frítt snjalltækjanámskeið
14. október 2019, kl. 17:15 – kl. 18:30
Síðumúli 6, 2 hæð

SÍBS býður uppá frítt snjallnámskeið þar sem farið verður yfir notkun á snjallsímum og snjallúrum með tengingum við forrit á internetinu. Þú lærir að nýta snjallúrið betur, tengjast við gpx skrár til að rata fyrirfram ákveðnar leiðir eða leiðir sem þú getur teiknað upp á internetinu og komið í snjallsímann og snjallúrið. Hvernig þú getur nýtt símann til að leiða þig "heim"? Hvernig á að tengja snjallsíma og snjallúr saman?

Leiðbeinandi: Anna Sigríður (Anna Sigga) 45 ára hlaupari sem hefur lokið námi í leiðsögn, þjálfun og rötun.

SÍBS verslun verður með 20% afslátt af snallúrum, 20% af ollum Innov8, Up og 1000mile sokkum og 30% af eldri vörum.