SÍBS Betri heilsa - leiðbeinendaþjálfun

 • Tímabil

  03.03.2018 - 17.03.2018

 • Almennt verð

  64900 kr.
  3000 kr. afsláttur fyrir félagsmenn í aðildarfélögum SÍBS og ÖBÍ

 • Um námskeiðið

  Grunnþjálfun er fyrir þá sem vilja bjóða upp á SÍBS Betri heilsa lífsstílsþjálfun. Haldin í Síðumúla 6 laugardagana 3. og 17. mars 2018, kl. 09-17.

  Leiðbeinendur eru Bjarney Gunnarsdóttir íþróttafræðingur og Þyri Ásta Hafsteinsdóttir, BSc í sálfræði, NLP og stjórnendamarkþjálfi.

  SÍBS Betri heilsa lífsstílsþjálfun byggir á fyrirmynd frá Smitsjúkdóma- og forvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) en um er að ræða 12 mánaða hópþjálfun sem byggir á vikri þátttöku samhliða fræðslu.

  Þátttakendur fá leiðsögn og stuðning við að að skipuleggja eigin þjálfun samkvæmt námsskrá og geta nýtt námsefni og kennsluleiðbeiningar sem SÍBS og samstarfsaðilar hafa þýtt og aðlagað að ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði og hreyfingu. Sjá námsefni á ww.sibs.is/lifogheilsa.

  Markhópur leiðbeinendaþjálfunar eru þeir sem vilja eða hafa verið að bjóða upp á heilsueflingu og lífsstílsþjálfun s.s. markþjálfar, einkaþjálfarar, gönguleiðsögumenn, íþróttakennarar, virkniráðgjafar og hreyfistjórar.

  Aðilar sem bjóða lífsstílsþjálfun byggða á SÍBS Betri heilsa geta lagað hana að sínum áherslusviðum. Leiðbeinendaþjálfun er í heild 24 klst. og skiptist í tvo hluta:

  Grunnþjálfun (16 klst.) þar sem farið er yfir áhersluþætti lífsstílsþjálfunarinnar og nemendur skipuleggja og fá endurgjöf á þá grunnþjálfun sem þeir koma til með að bjóða upp á.

  Eftirfylgniþjálfun (8 klst.) í kjölfar eða samhliða fyrsta hópnum sem þeir þjálfa. Þar vinna þátttakendur og leggja fram tillögu að eftirfylgniþjálfun. Verður í boði haustið 2018.

  Liður í leiðbeinendaþjálfun er námsmat meðalí lífsstílsþjálfun sem þátttakendur bjóða upp á. Allir sem ljúka grunnþjálfun taka þátt í samstarfsneti lífsstílsþjálfara þar sem jafnframt er haldið utan um þá lífsstílsþjálfun sem er í boði.

  Skylt er að ljúka eftirfylgniþjálfun á innan við 2 árum eftir að grunnþjálfun hófst.