Stuðningsfulltrúanámskeið

 • Tímabil

  09.01.2018 - 10.01.2018

 • Almennt verð

  0 kr.
  3000 kr. afsláttur fyrir félagsmenn í aðildarfélögum SÍBS og ÖBÍ

 • Um námskeiðið

  Stuðningsnet sjúklingafélaganna - Stuðningsfulltrúanámskeið

  Ef þú hefur greinst með sjúkdóm (sjá sjúklingafélög) eða ert/varst aðstandandi sjúklings getur þú orðið stuðningsfulltrúi. (www.studningsnet.is)

  Skrá þarf sjúklingafélag í athugasemdir en félögin greiða skráningargjald félagsmanna.

  Stuðningsfulltrúanámskeið fyrir verðandi stuðningsfulltrúa verður haldið þriðjudaginn 9. og miðvikudaginn 10. janúar klukkan 17 til 21 í SÍBS húsinu að Síðumúla 6, 2. hæð. Boðið verður upp á kvöldverð.

  Stuðningsnetið byggir á fyrirmynd frá Krafti en hópur sjúklingafélaga aðlagaði námsefni að ólíkum sjúklingahópum. Sjúklingafélögin eru aðildarfélög SÍBS (Hjartaheill, Neistinn, Samtök lungnasjúklinga, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Vífill, Sjálfsvörn og Berklavörn), MS-félagið, Gigtarfélag Íslands, Parkinsonsamtökin á Íslandi, Alzheimer samtökin, Lauf félag flogaveikra, Félag nýrnasjúklinga, Samtök sykursjúkra og Tourette samtökin.

  Umsjónarkona stuðningsnetsins, Helga Kolbeinsdóttir, mun hafa samband við skráða þátttakendur í aðdraganda námskeiðsins. Þá munu sjúklingafélögin bjóða þátttakendur tengda sínum félögum á upplýsingafund þar sem farið verður yfir þjónustu og starfsemi félaganna.

  Á námskeiðinu er m.a. veitt þjálfun í samtalstækni, að deila reynslu sinni á viðeigandi hátt og að setja mörk. Farið verður yfir ýmis málefni sem oft fylgja því að greinast og lifa með sjúkdómnum svo sem, erfiðar tilfinningar, hvar má nálgast upplýsingar, aðstoð fagaðila, samskipti í fjölskyldum og fleira.

  Leiðbeinendur eru Helga Kolbeinsdóttir, Stefanía G. Kristinsdóttir og Sunna Brá Stefánsdóttir. Helga Kolbeinsdóttir er guðfræðingur með reynslu sem prestur og af sálgæslu, stundar nám í fjölskylduráðgjöf og hefur lokið 60 einingum í sálfræði. Helga er starfsmaður hjá MS-félagi Íslands og Norrænu ráði MS félaga. Sunna Brá er hjúkrunarfræðingur og starfar hjá Gigtarfélaginu. Stefanía er kennari og markþjálfi og starfar hjá SÍBS.