HAM byggð á núvitund

 • Tímabil

  26.10.2017 - 14.12.2017

 • Almennt verð

  64900 kr.
  3000 kr. afsláttur fyrir félagsmenn í aðildarfélögum SÍBS og ÖBÍ

 • Um námskeiðið

  Staður og stund: SÍBS, Síðumúli 6 2.h. (lyfta), 108 Reykjavík, stofa 1. Fimmtudagar 26. október, 2.,9.,16.,23. og 30. nóvember, 7. og 14. desember, kl. 16:30-18:30.

  Lýsing: Hugræn atferlismeðferð byggð á núvitund (Mindfulness-Based Cognitive Therapy, MBCT) hefur hjálpað mörgum að ná tökum á streitu, áhyggjum og depurð með því að beina athyglinni að núinu frekar en fortíð eða framtíð.

  Hentar fyrir einstaklinga sem vilja kynna sér núvitundarnálgun til að bæta líðan og halda góðu jafnvægi.

  Leiðbeinandi er Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur á Reykjalundi.

  Reykjalundarnámskeið SÍBS um heilbrigði og lífsstíl eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í meðferð á Reykjalundi. Námskeiðin eru kennd af okkar færustu sérfræðingum á hverju sviði og þú getur treyst faglegu innihaldi þeirra.