HAM við þunglyndi og kvíða

 • Tímabil

  25.09.2017 - 19.10.2017

 • Almennt verð

  68900 kr.
  3000 kr. afsláttur fyrir félagsmenn í aðildarfélögum SÍBS og ÖBÍ

 • Um námskeiðið

  Um námskeiðið
  Staður og stund: SÍBS, Síðumúla 6 2.h. (lyfta), 108 Reykjavík. Stofa 2.

  Mánudaga og fimmtudaga, 25. og 28. september, 2., 5., 9., 12., 16. og 19. október. kl. 16:30 til 18:30 (8 skipti).

  Lýsing: Á námskeiðinu er farið yfir helstu einkenni og kynntar leiðir sem hafa reynst gagnlegar í að takast á við þunglyndi og kvíða. Umfjöllunarefni í tímunum er m.a. að setja sér markmið, að takast á við vandann, tilfinningalæsi, fimm þátta líkanið, hugsanaskekkjur, að breyta neikvæðum hugsunarhætti, atferlistilraunir, kjarnaviðhorf og lífsreglur, sjálfsefling og ákveðni og að lokum bakslagsvarnir og fleiri leiðir.

  Stuðst er við HAM-bók Reykjalundar (ham.reykjalundur.is) sem er innifalin í námskeiðsverðinu.

  Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem eru að glíma við þunglyndi eða kvíða.

  Leiðbeinandi: Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur á Reykjalundi.

  Um Reykjalundarnámskeið SÍBS: Reykjalundarnámskeið SÍBS um heilbrigði og lífsstíl eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í meðferð á Reykjalundi. Námskeiðin eru kennd af okkar færustu sérfræðingum á hverju sviði og þú getur treyst faglegu innihaldi þeirra.