febrúar 2021
Skaðvaldurinn einelti
Félagslegt og andlegt heilbrigði barna og unglinga á Íslandi er eitthvað sem skiptir okkur flest miklu máli. Óhætt er að segja að einelti sé einn af þeim þáttum sem geta haft neikvæð áhrif þar á og geng ég svo langt að kalla einelti einn helsta skaðvald í lífi barnanna okkar. Í þessari grein ætla ég að útskýra af hverju.